Íbúðin er laus strax. Lágmarksleigutími er til 15. ágúst 2011.
---------
Sér mælar eru fyrir rafmagn og hita sem er ekki innifalið í leiguverðinu. Ekki þarf að greiða í hússjóð.
Íbúðin er 68 fm, 2gja herbergja, en getur nýst sem 3gja herbergja íbúð, þar sem hægt er að loka stofu og nota sem svefnherbergi og nýta hol sem stofu eða sjónvarpsrými. Íbúðin hentar því vel tveimur einstaklingum eða pari með lítið barn sem þarfnast ekki sérstaks herbergis.
Íbúðin í Sörlaskjóli 72 er staðsett í aftari húsaröð við sjóinn þar sem mjög skjólsælt er bæði fyrir sunnan og norðanátt.
Húsið snýr í hásuður og nýtur garðurinn því sólar frá því snemma um morguninn til sólseturs og er garðurinn mjög gróinn.
Íbúðin skiptist í svefnherbergi, stofu, hol, eldhús gang, bað, forstofu og geymslu. Stórt sameiginlegt þvottahús er í sameign, sem ekki er innifalið í fermetrafjölda.
Íbúðin sem er í kjallara, er mjög lítið niðurgrafin og gluggarsyllur að sunnanverður er í c.a. mittishæð. Hún er nýmáluð og skipt hefur verið um gólfefni á eldhúsi og svefnherbergi.
Gengið er inn í litla forstofu og inn af henni á hægri hönd er lítil geymsla undir útitröppum.
Inn úr forstofu er gengið inn á gang með skáp fyrir útiföt og á hægri hönd er baðhergi með rúmgóðri sturtu og innréttingu. Gluggi er á baðherberginu. Það var gert upp fyrir u.þ.b 10 árum.
Á vinstri hönd er gengið inn í sameignargang og þaðan inn í sameiginlegt þvottahús sem er með sér rafmagnstengli fyrir hverja íbúð.
Af ganginum er gengið inn rúmgott hol sem getur nýst sem sjónvarps rými. Á hægri hönd er gengið inn í eldhús með gamalli en nýuppgerðri innréttingu.
Frá holinu liggur rúmgóð stofa sem hægt er að nýta sem svefnherbergi, því hægt er að loka henni. Þessar hurðir er þó einfalt að fjarlægja, ef vill.
Úr holinu er einnig gengið inn í svefnherbergi með glugga til norðurs, sem er með stórum fataskápum.
Sameiginleg hitastýring er fyrir alla ofna í íbúðinni.
Leiguverð 110.000 kr á mánuði. Þrír mánuðir greiðist fyrirfram (fyrsti mánuður og tveir mánuðir sem trygging).
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á speggerts [hjá] gmail.com
View Larger Map